Ólympískar Lyftingar – algeng mistök

Ólympískar lyftur er frábær leið til þess að bæta kraft og mæli ég eindregið með því að þær séu notaðar. Það er hinsvegar vandamál með þessar lyftur að þær eru tæknilega erfiðar og því er auðvelt að gera mistök. Ekki ætla ég að fara yfir öll þau mistök sem hægt er að framkvæma heldur langar mér að tala um mistök sem eru mjög algeng (sérstaklega hjá þeim sem eru að byrja) en ætti að vera frekar auðvelt að laga.

Olnbogar

Staðan á olnbogunum skiptir miklu máli um hvernig ferlið á stönginni verður þegar við framkvæmu lyfturnar. Ferlið á stönginni á að mynda S ef ég mætti orðað það þannig. Ímyndaðu þér að þú dragir lóðrétt línu upp frá stönginni þá er lárétt fráfærsla (horizontal displacement) frá þessari línu ekki mikil. Ekki ætla ég að segja að það eigi að vera einhver ákveðinn sm fjöldi en hjá þeim sem eru góðir í þessu lyftum þá er fráfærslan um 5-20 sm (fráfærsla oftast mest þegar við grípum stöngina).

Rétt staða á olnbogunum er þegar þeir eru beint yfir stönginni (vísa út). Með því að vera með þá í þessari stöðu verður ferlið á stönginni betra (ætla ekkið að segja rétt því það er margt annað sem getur gerst). Algeng mistök eru hinsvegar að láta þá vísa beint aftur sem gerir það að verkum að lárétt fráfærsla verður mikil og má meira líka lyftunni við Reverse Curl heldur en Pull. Það er því mikilvægt að þú athugir hvernig stöðuna á olnbogunum áður en þú framkvæmir lyftinu (snatch eða clean).

 

 Engin ummæli við „Ólympískar Lyftingar – algeng mistök“

Lokað er fyrir ummæli.