Heimskuleg íþróttameiðsli

Á næstu dögum eða vikum ætla ég að skrifa pistla um ökklameiðsli og áhrif þeirra á líkamann en þetta blogg er ekki um það. Þegar ég var að leita mér upplýsinga um ökklann þá byrjaði ég að fara á google og sló inn „Top 10 sport injuries“ og á síðu nr. 2 þá rakst ég á þennan link Top 10 Dumbest Sports Injuries. Ég gat ekki staðist freistinguna þó svo að mér sé mein illa við að skoða íþróttameiðsli og smellti á linkinn. Þó svo að það maður vilji ekki brosa (eða hlægja) þegar einhver meiðist þá er ekki hægt annað þegar maður les þessa grein. Það sem stóð kannski helst upp úr voru þessi tvö myndbönd hér að neðan.

Það alltaf svekkjandi að lenda í alvarlegum meiðslum en örugglega mun meira svekkjandi þegar það gerist þegar maður er einn að fagna út á velli.

Að enda á spítala með heilahristing eftir að hafa skorað snertimark það gerist ekki betra. Það voru nokkur önnur dæmi sem var hægt að hlæja af t.d. klemmdi punghlífin hjá Ken Griffin Jr. annað eistað á honum þannig að hann missti úr einn leik. En eins og ég sagði þá ætla ég að skrifa um ökklameiðsli og ef þú hefur einhvertímann meiðst á ökkla þá ættir þú að fylgjast með.Engin ummæli við „Heimskuleg íþróttameiðsli“

Lokað er fyrir ummæli.