Stignun æfinga

Ég ætla að vona að þeir sem tók þátt í námskeiðinu stignun æfinga hafi skemmt sér eins vel og ég gerði og vill ég þakka þeim innilega sem komu og tók þátt. Markmiðið með þessu námskeið var að fara yfir stignun hinna ýmsu æfinga en stignun er gríðarlega mikilvægur hluti í þjálfun. Ef henni er ekki rétt framfylgt þá getum við verið að kenna rangt hreyfiferli þar sem æfingin er of erfið og einnig erum við að auka líkurnar á meiðslum. Eins og ég sagði var farið yfir hina ýmsu æfingaflokka og stigun innan þeirra og í þessu bloggi ætla ég að fara yfir kviðæfingaflokk sem ég kalla Anti-extension (stolið frá Mike Boyle). Markmiðið með þessum æfingum er að koma í veg fyrir að of mikil fetta myndist á mjóbakið en ef það gerist þá erum við ekki að virkja réttu vöðvana. Það kannast örugglega allir við Planka (anti-extension æfing) en þetta er æfing sem flestir framkvæma í sölum landsins. Ég ætla að koma með stignun af planka og það er svo í þínum verkahring að finna hvað erfiðleikastig hentar þér.

  1. Hallandi Planki
  2. Planki – Hné
  3. Planki – Tær
  4. Planki – 3 punkta – lyfta annað hvort fæti eða hendi
  5. Planki – 2 punkta – lyfta bæði fæti og hendi (gangstætt)
  6. Hreyfanlegur planki
  7. Framrúlla á bolta – Stórir bolta yfir í litla bolta
  8. Framrúlla með stöng eða Ab wheel

Þegar þú ert farin/n að geta gert æfinguna auðveldlega þá er nauðsynlegt að fara yfir á næsta stig. Persónulega miða ég við að 60 sek í planka með réttri tækni eftir það er farið á næsta stig. Í sambandi við framrúllurnar þá er það tilfinningin sem ræður en samt er nauðsynlegt að viðkomandi geti framkvæmt að minnsta kosti 15 reps áður en farið er yfir á næsta stig.

Í lokin á námskeiðinu var tekið vel á því þar sem þátttakendur gátu notfært sér stignun. Ég held að flestir hafi náð að svitna aðeins en þið getið séð það betur í myndbandinu hér að neðan hvernig hlutirnir gengu fyrir sig.

 

 Engin ummæli við „Stignun æfinga“

Lokað er fyrir ummæli.